Allt er svart og hvítt

Hlaðvarp Newcastle klúbbsins á Íslandi.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • YouTube
  • Podbean App
  • Spotify
  • Podchaser

Episodes

Newcastle á mikilli siglingu

Wednesday Apr 09, 2025

Wednesday Apr 09, 2025

Jón Grétar og Magnús Tindri haldast varla á jörðinni um þessar mundir enda Newcastle á mikilli siglingu. Þeir fara yfir sigra Newcastle í síðustu leikjum og hita upp fyrir stórleik gegn Man Utd. um næstu helgi.

Wednesday Mar 26, 2025

Okkar menn voru enn að jafna sig eftir sigurinn í deildarbikarnum. Magnús Tindri, Hjálmar og Jón Grétar fara yfir ótrúlegan sigur á Wemblay og framhaldið hjá Newcastle United.

Wednesday Mar 12, 2025

Það er komið að því Úrslitaleikurinn í Carabo cup er framundan.Við hitum upp.Hvetjum alla til að mæta á Ölver.

Eftirvænting á Tyneside

Friday Feb 21, 2025

Friday Feb 21, 2025

Fimmti þáttur af Allt er svart og hvítt er farinn í loftið. Jón Grétar, Magnús Tindri og Úlfur fara yfir gengi Newcastle upp á síðkastið og spá í spilinn fyrir komandi vikur þar sem okkar menn leika í úrslitum í deildarbikarnum gegn Liverpool um miðjan mars.

Wembley í augsýn

Thursday Jan 09, 2025

Thursday Jan 09, 2025

Árið 2025 fer af stað með látum hjá Newcastle United. Liðið hefur unnið sjö leiki í röð og er í dauðafæri á að komast í úrslit á Wembley. Jón Grétar, Magnús Tindri og Úlfur Karlsson ræða ótrúlegt gengi liðsins á síðustu vikum í nýjasta þætti Allt er svart og hvítt.
Farið er yfir komandi leikmannaglugga og hvort ekki sé þörf á að sækja hægri kantmann til félagsins. Rætt er um ótrúlega endurkomu Martin Dubravka í markið og hvort hann sé mögulega á förum frá félaginu.
Það er langt síðan síðasti þáttur kom út og því full þörf á faglegri umræðu um Newcastle United.

Skýr markmið í Skíriskógi

Saturday Nov 09, 2024

Saturday Nov 09, 2024

Eftir alltof langt landsleikjahlé eru strákarnir komnir aftur. Farið var yfir síðustu leiki, helstu fréttir af liðinu, Sunderland hornið var á sínum stað og það var hitað upp fyrir Forest leikinn.

Friday Sep 27, 2024

Við settumst niður og ræddum leikina við Wolves og Fulham tókum svo stöðuna á Man City leiknum. Ýmislegt annað bar á góma og að sjálfsögðu var 5under1and hornið á sínum stað.

Upphafið og glugginn

Thursday Sep 12, 2024

Thursday Sep 12, 2024

Þrír hressir Newcastle spekingar taka stöðuna og kafa djúpt í málefni líðandi stundar. Þeir fara í saumana á leikmannaglugganum, ræða helstu styrkingar og veikleika liðsins, og fara yfir fyrstu fjóra leiki tímabilsins. Þeir horfa einnig fram á veginn og rýna í það sem koma skal. Spjallið er lifandi, skemmtilegt og fullt af innblásnum umræðum um allt það heitasta í heimi Newcastle United.

Höfundarréttur 2024 Allur réttur áskilinn.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125